SKILMÁLAR
Eftirfarandi eru almennir skilmálar Litlu Gámaleigunnar á þjónustu og/eða útleigu á krókgám
-
Verkkaupi samþykkir ákvæði leigusamnings og skilmála þessa með undirritun á leigusamning og/eða við greiðslu fyrsta reiknings.
-
Verksali sér um allt eðlilegt viðhald á eigin krókgámum á leigutíma.
-
T.d. smurning á lömum ef hurðir verða stífar og viðgerðir ef ryð gerir vart við sig. Verksali áskilur sér rétt að rukka þrífa gjald ef málning eða önnur spilliefni leka í/á gáminn.
-
Eigi verkkaupi eigin gám, býður verksali upp á viðhald á þeim gám/gámum gegn gjaldi eftir samkomulagi. Verksali ber enga ábyrgð á gámum í eigu verkkaupa.
-
-
Verkkaupi skal staðsetja krókgám í samræmi við verksala
-
Sé gámur staðsettur upp við vegg þarf hann að vera staðsettur að lágmarki 2 metra frá vegg.
-
Sé gámur staðsettur í bílakjallara eða innanhús þarf hæð loftsins að ná að lágmarki 5 metra á hæð.
-
Krókgámur þarf að vera staðsettur þar sem öruggt er að gámurinn trufli ekki umferð bíla né gangandi vegfarendur.
-
Krókgámur þarf að vera staðsettur svo ekki sé hægt að hann valdi tjóni á nærliggjandi stöðum/mannvirkjum vegna t.d. bruna, losun á gám eða annarri vinnu við gáminn.
-
Á við um staði eins og t.d. gangstéttir, umferðargötur, grasbletti, eða hellulagðar stéttar, og mannvirki eins og t.d. húsveggi, þakskegg, grindverk, eða steypta frístandandi veggi.
-
-
-
Einungis Gámaleigan ehf. má losa gáma í eigu Litlu Gámaleigunnar nema um annað sé samið sérstaklega.
-
Verkkaupi ber alla ábyrgð á tjóni sem kann að verða á gám á leigutíma. Ef tjón verður á gám eða ef gámi er stolið á leigutíma, áskilur verksali sér rétt til að krefjast skaðabóta sem nemur andvirði gámsins eða viðgerðarkostnaði.
-
Brunatjón sem kann að verða á leigutíma verkkaupa, á gám í eigu verksala, skal tilkynna skriflega sem allra fyrst til verksala.
-
Ef tjón af einhverju tagi verður á gám á leigutíma verkkaupa, er það á ábyrgð verksala að skipta gámnum út fyrir annan eins skjótt og mögulegt er. Kostnaður við útskiptingu gáms/gáma er á ábyrgð verkkaupa. Samningur fellur ekki úr gildi við tjón.
-
Verksali áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á verðskrá og ber þá skylda til þess að láta verkkaupa vita um fyrirhugaðar gjaldskrárbreytingar með mánaðarfyrirvara. Á við um langtíma samninga.
-
Gjaldskrá úrgangsefna er skv. gjaldskrá móttökustöðva, og ber verksali ekki ábyrgð á tilkynningu slíkra breytinga.
-
Uppsögn á langtíma samning skal vera gerð skriflega með 3 mánaða fyrirvara, og miðast við mánaðarmót næsta mánaðar.
Ef verkkaupi vill losna undan samning strax þá þarf að greiða 3 mánuði sem nemur uppsagnarfresti.
-
Dæmi: sé samningi sagt upp 3. september, tekur uppsögnin gildi frá 1.október og samningur fellur úr gildi frá og með 1.janúar.